felag rafeindavirkja

Fimmtudaginn 26. mars 2009 kl: 20:00 mun Stafir Lífeyrissjóður halda sjóðsfélagafund að Stórhöfða 31 (gengið inn Grafarvogsmegin).

Viljum við hvetja alla sjóðsfélaga til þess að mæta á fundinn.

felag rafeindavirkja

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað stýrihóp um Velferðarvakt sem ætlað er að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera tillögur um aðgerðir í þágu heimilanna.

Smelltu hér til þess að skoða Velferðarvaktina en þar er hægt að senda inn ábendingar varðandi málefni sem þarf hugsanlega að skoða ásamt ýmsum upplýsingum sem geta verið hagnýtar fyrir heimili og fyrirtæki.

felag rafeindavirkja

RSÍ býður atvinnuleytandi félagsmönnum til morgunkaffis fimmtudaginn 19. mars á milli 9 og 11 að Stórhöfða. Félagsmenn geta nýtt sér tækifærið og kynnt sér hvað stendur til boða af námskeiðum hjá Rafiðnaðarskólanum, Mími og Opna Háskólanum.

Þess ber að geta að atvinnulausir félagsmenn geta sótt námskeið hjá Rafiðnaðarskólanum endurgjaldslaust ásamt því að geta fengið tvöfaldan námskeiðsstyrk til annarra námskeiða utan skólans. Við hvetjum félagsmenn til þess að leita sér upplýsinga hjá skrifstofu RSÍ og kynna sér hvað stendur til boða.

felag rafeindavirkja

Mikill fjöldi launafólks hefur misst vinnuna í kjölfar efnahagsþrenginganna síðustu mánuði og ljóst er að atvinnuleysi verður mikil á næstunni. Stéttarfélögin telja mikilvægt að styðja við bakið á félagsmönnum sínum sem misst hafa vinnuna. Færðar hafa verið sönnur á að virkni og regluleg hreyfing eru mikilvæg undirstaða heilbrigðis við slíkar aðstæður. Af þessum ástæðum gerðu ASÍ og Samtök heilsuræktarstöðva samkomulag um stuðning og sérkjör fyrir atvinnuleitendur.

Félagsmönnum Rafiðnaðarsambands Íslands (Félags Rafeindavirkja) sem misst hafa vinnuna stendur nú til boða mánaðarkort á sérkjörum með stuðningi félagsins. Algengasta verð er frá 1.500 til 2.000 kr. á mánuði.

Til að njóta framangreindra kjara þarf félagsmaður að koma á skrifstofu félagsins með síðustu greiðslukvittun frá Atvinnuleysistryggingasjóði eða staðfestingu á að viðkomandi hafi skráð sig atvinnulausan. Á skrifstofu félagsins er jafnframt hægt að fá allar frekari upplýsingar um verð og aðra skilmála hjá mismunandi heilsuræktarstöðvum.

Eftirtaldar heilsuræktarstöðvar eru þátttakendur í verkefninu: Árbæjarþrek (Reykjavík), Dansrækt J.S.B.(Reykjavík), Heilsuakademían (Reykjavík), Hreyfing (Reykjavík), Lífsstíll (Reykjanesbær), Nordica Spa (Reykjavík), Orkubúið-heilsurækt (Grindavík), Toppsport (Selfoss), Sporthúsið (Kópavogur), World Class (5 sveitafélög).

felag rafeindavirkja

Í gær var formannafundur ASÍ haldinn. Ástæða þessa fundar var sú að Samtök Atvinnulífsins (SA) óskuðu eftir því við Alþýðusamband Íslands (ASÍ) að komist yrði að samkomulagi vegna endurskoðunarákvæðis kjarasamninga sem skrifað var undir 17. febrúar 2008. En mörg fyrirtæki innan SA vilja segja samningum upp þar sem forsendur eru brostnar og kom tillaga fram að fresta endurskoðun til loka júní. Í kjarasamningnum er endurskoðunarákvæði sem hljóðar svo:

"Í byrjun febrúar 2009 skal fjalla sérstaklega um framlengingu samningsins fyrir tímabilið 1. mars 2009 til 30. nóvember 2010. Samningurinn framlengist til 30. nóvember 2010 hafi báðar forsendur samningsins staðist.

1. Annars vegar þarf kaupmáttur launa á almennum vinnumarkaði að hafa haldist eða aukist á samningstímanum (tímabilinu janúar 2008 –desember 2008) samkvæmt launavísitölu Hagstofu Íslands (sérstök úrvinnsla).

2. Hins vegar þarf verðbólga að hafa farið lækkandi. Með lækkandi verðbólgu er átt við að verðbólga innan ársins 2008 þ.e. 12 mánaða verðbólgan í desember 2008 sé lægri en 5,5%. Ennfremur að verðbólga á 6 mánaða tímabilinu ágúst 2008 –janúar 2009 sé innan við 3,8%, miðað við árshraða. Nú hefur önnur hvor samningsforsendan eða báðar ekki staðist skal þegar í stað kalla saman fund samninganefndar ASÍ og SA sem leita skal samkomulags um viðbrögð til að stuðla að framgangi markmiðs samningsins, festa forsendur hans í sessi og tryggja að samningurinn haldi gildi sínu. Nú næst ekki samkomulag og skal þá sá aðili sem ekki vill framlengingu samningsins skýra frá þeirri ákvörðun og fellur þá samningurinn úr gildi frá lokum febrúar 2009, ella framlengist samningurinn til 30. nóvember 2010."

Það er vilji formanna aðildarfélaga ASÍ að hækka laun félagsmanna sinna. Ef frestun dugir til þess að atvinnurekendur geti hækkað laun þá er það þess virði að reyna þá leið.

felag rafeindavirkja

Nú eru félagsfundir Rafiðnaðarsambands Íslands hafnir og var fyrsti fundur í dag á Akranesi. Mæting var góð á fundinum þar sem efnahagsástandið var rætt, einnig var reynt að horfa fram á veginn og spá í hvað væri framundan.

Nánar um fundarferðina er að finna með því að smella hér. Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta á fundina til þess að ræða málin.

felag rafeindavirkja

Í dag hélt Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík sína árlegu verðlaunaafhendingu nýsveina og gerði það með glæsibrag. Forseti Íslands Herra Ólafur Ragnar Grímsson var verndari hátíðarinnar og afhenti hann ásamt Ásgrími Jónassyni heiðurspeninga og viðurkenningarskjöl þeim sem luku sveinsprófi árið 2008 með afburðarárangri.

Þess ber að geta þess að tveir rafeindavirkjar fengu silfurpeninga:

Silfur:
Baldur Gíslason, rafeindavirki. Meistari Einar J. Guðjónsson
Sveinn Svavarsson, rafeindavirki. Meistari Erlingur Kristjánsson
Þorsteinn Kolbeinsson, rafvirki. Meistari Heimir Jón Guðjónsson

Brons:
Ásgeir Eiríksson, rafvirki.
Jóhann Ingi Ævarsson, rafvirki.
Jón Garðar Helgason, rafvirki.
Kári Steingrímsson, rafvirki.

Það voru því 7 rafiðnaðarmenn af 18 nýsveinum sem fengu heiðurspeninga og viðurkenningarskjöl. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

felag rafeindavirkja

Stjórn og trúnaðarráð Félags Rafeindavirkja (FRV) vill í ljósi þeirra ummæla sem Páll Magnússon útvarpsstjóri lét hafa eftir sér varðandi Báru Halldórsdóttur taka það skýrt fram að Bára Halldórsdóttir er og hefur verið trúnaðarmaður félagsmanna Félags Rafeindavirkja hjá Ríkisútvarpinu undanfarin ár. Hún hefur verið virkur trúnaðarmaður og meðal annars verið í samninganefnd fyrir hönd starfsmanna til lengri tíma. Stjórnin og trúnaðarráð fagnar því að uppsögn trúnaðarmanns hafi verið dregin til baka enda ekki stætt á öðru.

Stjórn og trúnaðarráð FRV harmar aðgerðir og aðferðafræði stjórnvalda, þar með talið stjórn RÚV, við sparnaðaraðgerðir opinberra stofnanna/fyrirtækja. Á þeim tíma sem atvinnuleysi eykst gríðarlega er mikil þörf á að halda sem flestum störfum ekki síður hjá opinberum stofnunum sem og fyrirtækjum á almennum markaði og lágmarka með því þann skaða sem þjóðin öll verður fyrir. Með því að fækka störfum á þeim tíma sem virkilega þarf að fjölga þeim er mjög gáleysisleg aðgerð! Mikilvægt er að horfa á heildaráhrif aðgerða og draga úr kostnaði án uppsagna, því mikil hætta er á að hátt stig atvinnuleysis kosti þjóðina margfalt meira þegar horft er til lengri tíma. Að segja starfsmönnum upp eingöngu til þess að greiða þeim atvinnuleysisbætur færir kostnað úr einum potti í annan og á sama tíma þarf utanaðkomandi til þess að vinna þessi störf eftir sem áður og sparnaður verður enginn.

Stjórn og trúnaðarráð FRV hvetur ríkistjórn til þess að sýna samfélagslega ábyrgð með því að styðja við bakið á atvinnulífinu til þess að lágmarka skaða sem íslenska þjóðin verður fyrir vegna lausafjárkreppunnar. Mikilvægt er að stefna að stöðugleika, til þess að ná fram stöðugleika verður að ráðast á rót vandans þ.e. sveiflur íslensku krónunnar. Það verður ekki gert nema með því að fara í trúverðugar aðgerðir með skýru markmiði. Trúverðugleiki ríkistjórnarinnar og fjármálakerfisins er forsenda til þess að hægt sé að ná fram stöðugleika.

Reykjavík, 03.12.2008

felag rafeindavirkja

Helgina 20 - 22. júní verður fjölskylduhátíð RSÍ haldin að Apavatni. Dagskrá helgarinnar er að finna á heimasíðu RSÍ, einnig er hægt að smella hér. Í tilefni 40 ára afmælis Félags rafeindavirkja mun félagið sjá um hátíðina.

Rafiðnaðarsamband Íslands hefur undanfarin ár staðið að gríðarlegri uppbyggingu orlofssvæðisins og hefur aðsókn að svæðinu verið mjög góð. Byggðir hafa verið nýjir sumarbústaðir, tjaldsvæðið hefur verið stækkað, sparkvöllur verið standsettur og 9 holu golfvöllur tekinn í notkun. Eins og áður sagði hefur svæðið slegið í gegn meðal félagsmanna og á síðasta ári komu um 10.000 gestir. Það er því ekki eftir neinu að bíða en að hefja útilegur sumarsins á þessu frábæra svæði okkar.

Sjáumst hress á fjölskylduhátíð RSÍ.

felag rafeindavirkja

Kjarasamningarnir, þeim er að hluta lokið og fer núna fram atkvæðagreiðsla um þá samkvæmt útsendum gögnum, þau hafa þó ekki borist til allra. Þórunn sagði að á þeim fundum sem hún hafi verið á þar sem samningarnir voru kynntir hefðu menn verið tiltölulega sáttir. Fundarsókn var mjög dræm.

Aðalfundinn á að halda kl. 17.15 þann 29 apríl. ath. með að fá Örlyg Jónatansson til að halda smá kynningu um stafræna dreifingu á TV efni.

Framboðslistinn, Þórunn gefur ekki kost á sér til frekari setu sem formaður vegna persónulegra ástæðna en gefur áfram kost á sér sem trúnaðarmaður. Kristján Þ Snæbjarnarson ætlar að skoða málið með að fara í formanninn, gott mál. Fjölnir Þorsteinsson ætlar að hætta.

Kynningarfundur varðandi sameiningarmál við Símsmiðina, hugmynd kom fram um að fara frekar í allsherjar atkvæðagreiðslu með póst kosningu fremur en að kjósa um hana á aðalfundinum.

Fjölskylduhátíðin, tala við Báru Halldórsdóttur um að hafa umsjón með henni. Afmælisárið, styrkja málefni td. í skólamálum, gullmerki og fl.

Ekki var fleira á dagskránni.
Fundi slitið kl. 13: 45