Fréttir

felag rafeindavirkja

Vikuna 15.-19. maí tók nýútskrifaður rafeindavirki, Njáll Laugdal Árnason, þátt í landsmóti Iðn- og verkgreina, TAITAJA2017, sem haldið var í Helsinki í Finnlandi. 

Keppt var í tveimur flokkum í rafeindavirkjun, annarsvegar var keppni milli rafeindavirkjanema frá ýmsum skólum í Finnlandi og hins vegar var alþjóðleg undirbúningskeppni fyrir Worldskills 2017. Njáll lenti í fjórða sæti en þetta er í fyrsta skipti sem rafeindavirkjar frá Íslandi taka þátt í móti sem þessu.

m1
Njáll einbeittur í verkefni dagsins.

m2

Keppendur saman komnir í lokin. Njáll Laugdal Árnason er lengst til hægri.

Nánar um keppnina (smella hér)