Fréttir

felag rafeindavirkja

Í dag stóð Starfsgreinaráð rafiðnaðarins fyrir Menntaráðstefnu rafiðnaðarins. Þar var fjallað um stöðu rafiðngreina innan skólanna, hvaða sýn kennarar hafa á námskrá og kennslu samkvæmt henni. Einnig var leitað til atvinnulífsins og SART menn bentu á hvaða kröfur atvinnurekendur gera til nýsveina. Formenn sveinafélaga Rafiðnaðarsambands Íslands sögðu frá því hvaða framtíðarsýn þeir hafa í sínu fagi, hvað er vel gert, hvað má gera betur og hvaða áherslur þurfa að vera í kennslu. Umræðan var mjög opinská og voru fundarmenn mjög sáttir eftir fundinn. Það er mikilvægt fyrir alla aðila að menn tali saman og komi sínum skoðunum á framfæri sem stuðlar að betra námi, hvort sem námskrár eru aðlagaðar að atvinnulífinu og kennsla löguð að námsskrá. Formaður FRV vill þakka þeim sem stóðu að ráðstefnunni fyrir vel heppnaða ráðstefnu.